Lítið hefur reynt á reglur um óbeðinn erindisrekstur fyrir dómi sem fjármálaráðherra tiltekur í matsbeiðni til héraðsdóms til grundvallar því að fá mat á kostnaði ríkisins af aðgerðum sem farið var í á Reykjanesskaga til að koma í veg fyrir tjón í eldgosahrinunni. Ráðherra vill fá slíkt mat til að skoða hvort rétt sé að fyrirtæki við Svartsengi eigi að bera hluta af kostnaði ríkisins vegna þessara aðgerða.