Lögreglan í Troms-fylki í Noregi hefur komist á snoðir um tilraunir harðsvíraðra afbrotamanna þar til að ráða ólögráða einstaklinga til ofbeldisverka gegnum dulkóðuð samskiptaforrit á borð við Snapchat og Signal. „Við megum ekki hugsa sem svo að þetta sé bara Óslóar-fyrirbæri,“ segir lögreglan í tilkynningu.