Fram mætti Kriens-Luzern frá Sviss í þriðja leik sínum í Evrópudeild karla í handbolta í dag. Framarar höfðu tapað báðum leikjum sínum í keppninni til þessa og fengu skell í Sviss. Leikurinn var hraður og fljótlega var svissneska liðið komið með góða forystu. Eftir 15 mínútur var munurinn orðinn sex mörk og hélt áfram að aukast fram að hálfleik. Kriens leiddi þá með tólf mörkum, 23-11. Rúnar Kárason skoraði þrjú mörk í Sviss í kvöld.Rúv / Mummi Lú Áfram gekk ill hjá Fram í seinni hálfleik og Kriens gekk á lagið. Munurinn var 15 mörk þegar lokaflautið gall, 40-25, og Framarar eru enn stigalausir eftir þrjá leiki af sex í riðlinum.