„Við erum bara unglingar og við reynum okkar besta“

Fellaskóli í Breiðholti bar sigur úr býtum í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanna, sem fram fór í gær. Krakkarnir segja boðskap atriðsins einfaldan. Hættum að setja pressu á unglinga og leyfum þeim að vera þau sjálf. Keppendur skólans eru 29 talsins og segja hugmyndina að atriðinu, Þrýstingsbylgja, hafa orðið til þegar þau fóru að bera saman bækur sínar um daglegt líf. „Atriðið er um álagið sem er sett á unglinga og hversu mikil pressa er. Það er alltaf að vera að segja okkur að gera hitt og þetta og við erum að reyna að vera fullkomin en við bara getum það ekki. Því við erum bara unglingar og við reynum okkar besta,“ segir Aníka Ósk Hagalín, nemandi í 9. bekk