Skaði af völdum náttúruhamfara er ekki óhjákvæmilegur.

Í heimildarþáttunum Á valdi náttúruaflanna er fjallað um það hvernig hægt er að auka viðnámsþrótt samfélaga á Norðurlöndunum gagnvart náttúrhamförum og hvað Norðurlandaþjóðirnar geta lært hver af annarri í þeim efnum. Í fyrsta þætti var meðal annars rætt við Guðrún Pétursdóttur um verkefnið Nordress, en Guðrún segir að það sé úrelt að líta svo á að skaði af völdum náttúrufyrirbrigða eins og jarðskjálfta eða eldgosa eða snjóflóða sé óhjákvæmilegur.