Stólarnir unnu gestina frá Manchester – Með þrjá sigra í fjórum leikjum

Tindastóll spilaði fjórða leik sinn í Norður-Evrópudeildinni gegn liði Manchester í kvöld. Leikurinn fór fram í Síkinu á Sauðárkróki. Heimamenn voru betri í fyrsta leikhluta og leiddu að honum loknum 30-22. Gestirnir frá Manchester náðu hins vegar að rétta sig af og þegar flautað var til hálfleiks munaði einu stigi á liðunum, 49-48 Tindastóli í vil. Síðari hálfleikurinn var svo æsispennandi. Stólarnir voru með fjögurra stiga forskot fyrir fjórða og síðasta leikhlutann en þegar um tvær mínútur voru eftir hafði Manchester náð að jafna og komast stigi yfir. Forystan sveiflaðist á síðustu mínútunum og það var að lokum Tindastóll sem hafði sigur, 100-96. Ivan Gavrilovic og Dedrick Basile voru stigahæstir í liði Stólanna með 28 og 23 stig. Stólarnir hafa unnið þrjá af fjórum leikjum sínum í keppninni til þessa en liðið spilar í einum af þremur riðlum deildarinnar. Þau 16-lið með bestan árangur fara í 16-liða úrslit en eftir leik kvöldsins er Tindastóll í þriðja sæti. Næsti leikur liðsins í deildinni er gegn Keila frá Eistlandi 9. desember en það á svo eftir að mæta Sigal Pristhtina frá Kósóvó, Dinamo Zagreb frá Króatíu og Brussels Basketball frá Belgíu.