Stiven vann Íslendingaslag – Óðinn og félagar á toppinn

Stiven Tobar Valencia og liðsfélagar hans í Benfica unnu sterkan útisigur á Íslendingaliði Karlskrona, 34:32, í E-riðli Evrópudeildarinnar í handknattleik í kvöld. Óðinn Þór Ríkharðsson og félagar í Kadetten Schaffhausen komust þá á topp H-riðils.