„Ég er í áfalli“

Luis de la Fuente, þjálfari Evrópumeistara Spánar í knattspyrnu karla, kveðst vera í áfalli yfir því að hafa neyðst til að draga ungstirnið Lamine Yamal úr landsliðshópi sínum eftir að í ljós kom að Barcelona hafi látið hann gangast undir aðgerð án þess að láta neinn hjá spænska sambandinu vita.