Tyrknesk herflutningavél fórst á landamærum Georgíu og Aserbaídsjan

Lockheed Hercules C-130 flugvél sömu tegundar og hrapaði.PAP / EPA-EFE Tyrknesk herflutningavél af gerðinni Hercules C-130 hrapaði á landamærum Georgíu og Aserbaísjan í gær. Hún var á leið frá Aserbaísjan til Tyrklands, samkvæmt tilkynningu varnarmálaráðuneytis Tyrklands á samfélagsmiðlinum X. Hvorki er greint frá hve margir voru um borð né hvort einhver hafi slasast eða týnt lífi. Björgunaraðgerðir standa yfir.