20 fórust þegar tyrknesk herflutningavél hrapaði á landamærum Georgíu og Aserbaídsjan

Lockheed Hercules C-130 flugvél sömu tegundar og hrapaði.PAP / EPA-EFE Tuttugu hermenn fórust þegar tyrknesk herflutningavél af gerðinni Hercules C-130 hrapaði á landamærum Georgíu og Aserbaísjan í gær. Hún var á leið frá Aserbaísjan til Tyrklands, samkvæmt tilkynningu varnarmálaráðuneytis Tyrklands á samfélagsmiðlinum X. Myndskeið sem birtust í aserskum miðlum virðast sýna flugvélina snúast í hringi í loftinu áður en hún skellur til jarðar. Þá hafa þarlendir miðlar einnig birt myndir af brennandi flakinu og nokkurn fjölda fólks standa nærri. Tyrknesk stjórnvöld hafa beðið fjölmiðla um að birta ekki myndir af flakinu og Erdogan forseti segir náið unnið með georgískum yfirvöldum við að endurheimta flakið.