Lögreglumenn kváðu niður nágrannadeilur og vísuðu sofandi gesti brott úr listasafni

Alls gistu sex fangageymslur lögreglunnar í morgun.RÚV / Ragnar Visage Lögreglumönnum tókst að kveða niður ósætti nágranna um hvernig leggja skyldi bílum við íbúðarhús í Kópavogi. Gesti listasafns í miðborginni var vísað á brott eftir að svefnhöfgi sveif svo á að hann lagði sig í hengirúmi þar innan dyra. Karlmaður og kona voru gripin glóðvolg við að stela úr verslun í vesturhluta Reykjavíkur. Konan reyndist eftirlýst og því vistuð í fangaklefa að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maður sem reyndi að brjóta sér leið inn í stofnun í miðborginni var handtekinn líkt og þeir sem gripnir voru við innbrot í veitingastað og bát á sömu slóðum. Alls gistu sex manns fangageymslur í morgun.