Það er eitthvað fallegt við þann tíma árs þegar við setjumst niður og förum yfir fjárhagsáætlun bæjarins. Flestir sjá kannski bara töflur, línur og tölur – en fyrir mér sem bæjarfulltrúa, er þetta aðeins meira en það. Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins er ekki bara Excel-skjöl og útgjaldaliðir. Hún er spegilmynd þess hvernig við sem samfélag viljum forgangsraða.