Vill suðvestan brælu til að fá hlutina á hreyfingu

„Mér líst nú eiginlega ekkert sérstaklega á framhaldið á meðan veðrið breytist ekki frá því sem það hefur verið undanfarið. Við myndum vilja fá suðvestan brælu til að hræra upp í þessu og koma hlutunum á hreyfingu,“ segir Halldór Guðjón Halldórsson, skipstjóri á Erling KE 140 úr Keflavík.