Er orðið „sjávarútvegur“ blótsyrði?

Þegar ég var peyi var mér kennt að fýlan í loftinu væri peningalykt því bræðslurnar væru að búa til verðmæti. Lærði ég því nokkuð fljótt að hér væri verið að ræða um lifibrauð fólks og að samfélagið nyti góðs af því að í sveitarfélaginu mínu væri sterkur sjávarútvegur.