Er ís­lenskan sjálf­sagt mál?

Rætt var um stöðu íslenskrar tungu í útvarpsþættinum Vikulokunum síðastliðna helgi, af yfirvegun og jákvæðni. Umræðan var lausnamiðuð, bent á margt sem betur mátti fara en því líka hælt sem vel er gert.