Magnús kosinn formaður Leikfélags Reykjavíkur

Magnús Ragnarsson var kosinn formaður Leikfélags Reykjavíkur á aðalfundi félagsins í gærkvöld. Hann bar sigurorð af Páli Baldvini Baldvinssyni sem bauð sig fram gegn honum. Magnús var formannsefni í tillögu sem kjörnefnd lagði til fyrir fundinn. Önnur í stjórn eru Björgvin Skúli Sigurðsson, Karen María Jónsdóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Einar Örn Benediktsson. Magnús Ragnarsson.RÚV