Rósa fékk um 30 milljónir í laun á 11 mánuðum frá hinu opinbera

Rósa Guðbjartsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, og fyrrverandi bæjarstjóri Hafnarfjarðar, var með hærri laun en formaður eigin flokks og forsætisráðherra, fyrir að sitja bæði á þingi, sem formaður bæjarráðs og stjórnarmaður í Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Hún lauk störfum hjá Hafnarfirði í lok október, og fellur þar með um tæpa milljón í tekjum. Alls fékk Rósa um 30 milljónir að minnsta...