Hersir Sigurgeirsson, prófessor í fjármálum við Háskóla Íslands, segir að löngu hafi verið kominn tími til að Seðlabankinn eða Lánamál ríkisins birtu viðmið um lántökukjör ríkissjóðs. Slík viðmið geri bæði markaðinn gagnsærri og auðveldi samanburð á lántökukostnaði milli tímabila.