Fyrsti þáttur af heimildarþáttaröðinni Á valdi náttúruaflanna var sýndur í gær. Í þættinum sagði Guðrún heitin Gísladóttir, prófessor í landafræði við Háskóla Íslands, það sýna hvernig þekking berst á milli kynslóða að þegar fólk sem bjó í nabýli við Mýrdalsjökul heyrði kallað: Það er hún Katla! vissi það undireins hvert ætti að fara því það nauðþekkti umhverfið.