Rafmagnslaust varð á Blönduósi og Skagaströnd

Rafmagnslaust varð á Blönduósi, Skagaströnd og sveitunum í kring, í Svínadal, Langadal, í morgun. Rafmagn er komið aftur á, Starfsmenn RARIK voru að skipta um spenna í tengivirki og var notast við varaafl meðan á því stóð. Þegar tengja átti aftur við landskerfið bilaði eitthvað. „Við erum að tengja okkur við kerfið aftur. Það gekk ekki eins og við höfum vonað,“ segir Guðgeir Guðmundsson, deildarstjóri kerfisstjórnar. Starfsmenn RARIK vinna að því að koma rafmagninu aftur á. „Ég myndi vona að á næsta hálftíma verði allir komnir með rafmagn. Við förum örugglega í að byggja þetta upp.“ Rauði liturinn markar svæðið sem er rafmagnslaust.RARIK Fréttin var uppfærð eftir að viðgerð lauk.