Dóra Björt hættir við formannsframboð

Baráttan um hver verður fyrsti formaður Pírata stendur milli tveggja frambjóðenda í stað þriggja. Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi er hætt við framboð. Dóra Björt segir í tilkynningu á Facebook-síðu sinni að hugmyndir hennar um uppbyggingu og breytingar á flokknum hafi valdið meiri skjálfta innan flokksins en hún hefði viljað. Auk þess hafi einhverjir sagt sig úr flokknum. „Ég tel ekki það rétta núna að fara að takast af hörku á um framtíðina, mér þykir vænt um hreyfinguna og fólkið sem ber hana uppi og held að það þurfi að skapa frið um næstu skref. Ég hef því ákveðið að draga til baka framboð mitt til formanns Pírata.“ Fréttin verður uppfærð.