Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins og formaður velferðarnefndar Alþingis, leiðir starf stýrihóps sem Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefur ákveðið að setja á fót. Hópurinn á að móta sértækar og markvissar aðgerðir til að uppræta vítahring fátæktar og tryggja börnum jöfn tækifæri óháð efnahag og félagslegri stöðu, samkvæmt tilkynningu ráðuneytisins. Stýrihópurinn verður að mestu skipaður embættismönnum. Honum er ætlað að leggja fram stefnu og aðgerðaáætlun gegn fátækt barna að höfðu samráði við grasrótarsamtök, fræðasamfélagið og fleiri. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir þingmaður.RÚV / Ragnar Visage