Eitt af hverjum 10 börnum á Íslandi búi við fátækt

Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefur ákveðið að skipa stýrihóp með það hlutverk að móta sértækar og markvissar aðgerðir til að uppræta vítahring fátæktar og tryggja börnum hér á landi jöfn tækifæri óháð efnahag og félagslegri stöðu.