Ofbeldi gegn öldruðum oftar tilkynnt

Tilkynningum til lögreglu um ofbeldi gagnvart öldruðum, 67 ára og eldri, hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár. Fjöldi tilkynninga í ár, 31, er þegar orðinn meiri en á öllu síðasta ári þegar þessar tilkynningar voru 18.