Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana
Ármann hefur losað bandaríska framherjann Dibaji Walker undan samningi við liðið í Bónus deild karla í körfubolta. Ármenningar ætla þó ekki að leggja árar í bát, þrátt fyrir afleitt gengi í upphafi tímabils, og eru í leit að nýjum Bandaríkjamanni.