Stór­stjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu

Það var líf og fjör hjá snjóbrettasenu landsins um síðustu helgi þegar hið árlega brettabíó var haldið með stæl. Þar koma atvinnu- og áhugamenn úr brettasenunni saman, horfa á snjóbrettamyndir og ræða nýjar stefnur og strauma.