Ekkert spurst til ungs Íslendings á Spáni í þrjá mánuði

Íslenskur maður á þrítugsaldri, Pedro Snær Riveros, hefur verið týndur á Spáni síðan í ágúst, eða í um þrjá mánuði. Upplýsingafulltrúi ríkislögreglustjóra staðfestir að málið sé á borði alþjóðadeildar lögreglunnar. Þá staðfestir upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins einnig að borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins sé kunnugt um málið. Hvorugt vildi veita frekari upplýsingar um málið. Harpa Halldórsdóttir, móðir mannsins, vakti athygli á hvarfi hans í færslu á Facebook og segir hann hafa verið á leið til vinnu sem kokkur um borð í skipinu Allure of the Seas . Ekki hafi heyrst til hans síðan. Þá biður hún fólk á Spáni um að hafa augun opin fyrir ferðum Pedros.