Heimastjórn Tálknafjarðar lýsir áhyggjum sínum af samdrætti í atvinnulífi í Tálknafirði og fábreytni þess þar sem tilfinnanlega vantar fleiri störf og fjölbreyttari fyrir fólk á öllum aldri. Þetta kom fram á fundi heimastjórnarinnar í síðustu viku. Í bókun heimastjórnarinnar segir að verkefnið Brothættar byggðir hafi hjálpað byggðarlögum í vanda víða um land til að eflast […]