Hanna: „Við lítum þetta mál alvarlegum augum

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir það vonbrigði að Ísland og Noregur fái ekki undanþágu vegna verndaraðgerða Evrópusambandsins varðandi kísilmálm. Ríkisstjórnin telji að þetta sé ekki í samræmi við það sem standi í samningi um Evrópska efnahagssvæðið. Hanna Katrín segir að ekki sé búið að taka endanlega afstöðu til málsins.