Íslenskur maður á þrítugsaldri, Pedro Snær Riveros, hefur verið týndur á Spáni síðan í ágúst eða í um þrjá mánuði. Upplýsingafulltrúi ríkislögreglustjóra staðfestir að málið sé á borði alþjóðadeildar lögreglunnar. Fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins staðfestir jafnfram að borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins sé kunnugt um málið. Hvorugt veitir frekari upplýsingar. Harpa Halldórsdóttir, móðir mannsins, vakti athygli á hvarfi hans í færslu á Facebook. Hann hafi verið á leið til vinnu sem kokkur á skipinu Allure of the Seas. Ekkert hafi heyrst frá honum síðan. Hún biður fólk á Spáni að hafa augun opin fyrir ferðum Pedros.