„Ólíðandi í íslenskri umferð“

„Við erum klárlega búnir að sjá þetta og þetta er eitthvað sem er ólíðandi í umferðinni hjá okkur á Íslandi. Við ætlum ekki að líða svona,“ segir Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um uppátæki ökumanna sem keyrðu á móti umferð með bílflautur í botni.