Lamine Yamal verður ekki með spænska landsliðinu í þessum glugga eftir að Barcelona sendi hann í litla aðgerð án þess að láta spænska knattspyrnusambandið vita. Stærsta íþróttablað Spánar, Marca, slær því upp að það sé stríð í gangi á milli spænska sambandsins og Barcelona vegna málsins.