Félagsmálaráðherra grét í upphafi atkvæðagreiðslu um réttindi fatlaðs fólks

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, brast í grát eftir að hún kom úr ræðustól vegna atkvæðagreiðslu um frumvarp um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. „Ég gæti næstum farið að gráta, ég er svo glöð að vera komin hingað,“ sagði Inga þegar hún tók til máls um atkvæðagreiðsluna. „Öllum skal með lögum tryggður réttur til aðstoðar, vegna öldrunar, örorku, atvinnuleysis og hvers annars sambærilegs. Þetta boðar stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Þrátt fyrir það hef ég ítrekað staðið hér til að verja tilverurétt fatlaðs fólks, sem á í rauninni þegar þennan stjórnarskrárvarða rétt, vegna þes s að þau eru talin hugsanlega kosta of mikið.“ En í dag þá munum við greiða atkvæði um þessi réttindi fatlaðs fólks, samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hjartans þakkir fyrir að vera komin hingað,“ sagði Inga. Hún gekk svo aftur í sætið sitt þar sem tilfinningarnar báru hana ofurliði.