Utanríkisráðherra segir tillögu framkvæmdastjórnar ESB um að veita Íslands og Noregi ekki undanþágu frá verndartollum á kísilmálm mikil vonbrigði. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir tillöguna ekki í anda EES-samningsins en segir að þar til ákvörðunin verði endanleg muni Ísland halda áfram öflugri hagsmunagæslu. ESB-ríkin eiga eftir að samþykkja tillöguna. Hún segir tillöguna bera þess merki að hlustað hafi verið á sjónarmið Íslendinga. Takist ekki að fá Ísland undanþegið tollunum hafi stjórnvöld plan B. Það sé þó ekki tímabært. „Ef við erum ekki að ná að verja íslenska hagsmuni í gegnum EES-samninginn þá förum við aðrar leiðir, og við erum með það, plan B, tilbúið.“ Þorgerður segir það ekki íslensk fyrirtæki sem keyri kísilverð niður með lélegu hráefni og til þess þurfi ESB að horfa.