FURIA rís á toppinn í Chengdu og tekur sinn fyrsta IEM bikar

Brasilíska stórveldið FURIA hefur loks lyft sínum fyrsta IEM-bikar í Counter-Strike 2 eftir sannkallaðan sigurhring á IEM Chengdu 2025 um síðustu helgi. Liðið vann Team Vitality í úrslitaleik 3:0 og varð þar með fyrsta brasilíska liðið til að sigra á IEM-móti.