Gæludýrafrumvarp Ingu samþykkt

Frumvarp um breytingu á lögum um fjöleignarhús, sem kveður á um að hunda- og kattahald verði ekki lengur háð samþykki eigenda, var samþykkt á Alþingi rétt í þessu með 33 atkvæðum. 8 greiddu atkvæði á móti og 8 greiddu ekki atkvæði. Húsfélög geta enn sett reglur um hunda- og kattahald með samþykki allra eigenda, og ef hundur eða köttur veldur íbúum fjöleignarhúss verulegum ama, ónæði eða truflun getur húsfélagið bannað viðkomandi hund eða kött, með samþykki tveggja þriðju hluta eigenda. Hingað til hafa gæludýraeigendur þurft að afla samþykkis tveggja þriðju hluta eigenda fyrir hunda- og kattahaldi. Fréttin verður uppfærð.