Hæsti­réttur hafnaði kröfum hópnauðgara

Hæstiréttur hefur staðfest þriggja ára fangelsisdóma þeirra Ásbjörns Þórarins Sigurðssonar og Bessa Karlssonar fyrir hópnauðgun. Þeir kröfðust þess að dómur Landsréttar yrði ógiltur þar sem konan sem þeir nauðguðu hefði gefið skýrslu í gegnum fjarfundarbúnað.