Starfsmaður á Stuðlum er grunaður um líkamsárás gagnvart 14 ára gömlum skjólstæðingi meðferðarheimilisins í sumar. Þetta staðfestir Helga Vala Helgadóttir, lögmaður barnsins, í samtali við fréttastofu en mbl.is greindi fyrst frá. Hjördís Sigurbjartsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir málið í rannsókn. Samkvæmt heimildum mbl.is var barnið með töluverða áverka eftir árásina, meðal annars á hálsi. Rúmt ár er síðan 17 ára piltur lést í eldsvoða á Stuðlum. Skömmu áður hafði Kveikur fjallað um óboðlegt álag á meðferðarheimilinu.