Bayern München vann Arsenal í þriðju umferð Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld, 3-2. Bayern lenti 0-2 undir og Glódís Perla Viggósdóttir skoraði sigurmarkið. Emily Fox kom Arsenal, sem vann Meistaradeildina á síðasta tímabili, yfir á fimmtu mínútu og Mariona Caldentey tvöfaldaði forystuna á 23. mínútu. Alara Şehitler minnkaði muninn fyrir Bæjara á 67. mínútu og Pernille Harder jafnaði á 80. mínútu. Þegar rétt tæplega fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma stýrði Glódís Perla svo fyrirgjöf Klöru Bühl í netið og tryggði 3-2 sigurinn. Bühl lagði upp öll mörk Bayern í leiknum. Eftir slæmt tap Bayern fyrir Barcelona í fyrstu umferð er liðið nú búið að vinna tvo leiki í röð en Arsenal er einungis með einn sigur úr fyrstu þremur leikjunum. Barcelona er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir 3-0 sigur á OH Leuven, með betri markatölu en Lyon sem er einnig með níu stig. Staðan í deildinni . Amanda Andradóttir er á varamannabekk Twente sem sækir Benfica heim en sá leikur byrjaði kl. 20:00.