Engin merking á bak við „six - seven“ önnur en að vera fyndið

Krakkar og unglingar mega ekki heyra tölurnar sex og sjö án þess að góla „six - seven“ og gera ákveðna handahreyfingu um leið. Grunnskólakennarar verða þó eflaust mest fyrir barðinu á þessu æði. „Ég var pínu stressuð að það væri einhver illkvittin merking á bak við það en svo róaðist maður þegar maður áttaði sig á að það var engin merking á bak við þetta. En þetta verður leiðigjarnt til lengdar og truflar oft,“ segir Ásta Björg Björgvinsdóttir, kennari í Laugalækjarskóla. „Þetta meikar ekki sens og á ekki að meika sens og það er eiginlega það fyndna við þetta,“ segir Haraldur Jóhannsson, nemandi í 9. bekk Réttarholtsskóla. En vita foreldrar og kennarar hvað þetta þýðir? „ Ég held ekki, annars væri þessi frétt ekki“ segir Rósmarý Lilja Arnarsdóttir, 10. bekk Laugalækjarskóla.