Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem er grunaður um kynferðisbrot gegn stúlku í Hafnarfirði í október. Þetta hefur mbl.is eftir Bylgju Hrönn Haraldsdóttur hjá rannsóknardeild lögreglunnar. Maðurinn var handtekinn í október grunaður um kynferðisbrot gegn stúlku undir 14 ára og úrskurðaður í gæsluvarðhald til 12. nóvember á grundvelli almannahagsmuna.