Stórleikur gegn gömlu félögunum dugði ekki til

Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfuknattleik, átti frábæran leik fyrir pólska liðið Anwil Wloclawek þegar það tapaði fyrir gömlu félögunum hans í PAOK frá Grikklandi, 104:96, í F-riðli Evrópubikars FIBA í Þessalóníku í kvöld.