Lágmarks virðing að fyrirtæki fái að aðlagast

Áform ríkisstjórnarinnar sem fela í sér 66% hækkun vörugjalds á bifreiðar munu skila sér í 15-25% hækkun á útsölu verði bíla. Aukin skattlagning á þegar háa skatta í samanburði við okkar samkeppnislönd hækkar verð, dregur úr umsvifum og skaðar íslenskt efnahagslíf.