Íslendingalið Magdeburgar vann í kvöld fimm marka sigur á RK Zagreb í sjöundu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld. Liðið er á toppi síns riðils.