„Við byrjuðum leikinn mjög illa og það er eitthvað sem við megum ekki gera því við erum ekki nægum vopnum búin til að komast til baka úr slíkri stöðu á móti liði eins og Serbíu,“ sagði Pekka Salminen þjálfari Íslands eftir 25 stiga tap á móti Serbíu í fyrsta leik Íslands í undankeppni EM 2027.