Nýlegar fullyrðingar sem komið hafa fram víða í fréttum um að erlendir nemar misnoti háskólakerfið geta grafið undan trúverðugleika og gæðum íslenskra háskóla. Enn fremur geta slíkar fullyrðingar, sem sérstaklega beinast að nemendum frá tilteknum löndum aukið á fordóma í garð ákveðinna hópa. Hér að neðan viljum við því draga fram nokkrar staðreyndir sem tengjast málinu til að andæfa þeim rangfærslum sem hafa verið settar fram og stuðla að mannúðlegri og málefnalegri umræðu um efnið.