Hrokkinskinna, íslenskt handrit konungasagna frá 15. öld, var í gær borið inn til sýningar í Eddu – húsi íslenskunnar í Reykjavík. Þar greinir frá endalokum víkingaaldar og eftirköstum hennar í Noregi, samanber að lengsti kaflinn er um Harald harðráða Noregskonung.