Vegfarendur með regnhlífar verjast hellirigningu í Cordoba á Spáni í októberlok.EPA / Salas Yfirvöld á Spáni hafa gefið út appelsínugula viðvörun vegna ofsaveðursins Claudiu sem ríður yfir Kanaríeyjaklasann. Varað er við miklu hvassviðri, úrhellisrigningu, miklum öldugangi, flóðum og eldingaveðri. Stormurinn skall á Gran Canaria í kvöld og Lanzarote og Fuerteventura í fyrramálið.