Lögreglumenn að störfum í miðborginni fyrr á þessu ári.RÚV / Kristín Sigurðardóttir Lögregla þurfti tvisvar að hafa afskipti af sama manninum, fyrst eftir að hann var með uppsteit og heitingar við lögreglumenn sem ætluðu að koma honum brott af bráðamóttöku Landspítalans, þaðan sem hann þvertók fyrir að fara. Manninum var leyft að yfirgefa lögreglustöðina með loforði um að bæta ráð sitt. Skömmu síðar var hann handtekinn fyrir ótilgreint athæfi gegn öðru fólki í búsetuúrræði. Þetta er meðal þess sem segir í morgunskeyti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Enginn var fundinn í morgun úr hópi manna sem réðust á mann í miðborginni og lögreglumenn aðstoðuðu öryggisverði við að vísa manni brott úr samkomuhúsi þar um slóðir.