Gerið Ást­hildi Lóu aftur að ráð­herra – taka tvö

Í framhaldi af góðri grein frá Einari Steingrímssyni í skoðunardálki Vísis langar mig að bæta við nokkrum orðum. Einar er slunginn við að skynja vilja meirihluta landsmanna í fjölmörgum málefnum, þar á meðal í sjónarspilinu mikla, sem átti sér stað við afsögn Ásthildar Lóu úr embætti barna- og menntamálaráðherra núverandi ríkisstjórnar undir forsæti Kristrúnar Frostadóttur.